unitronic_top_grafika

 Unitronic sér um að aflauka þinn bíl, Til að fá frekari upplýsingar hafið þá samband.
Hér er svo smá fróðleikur um aflaukningar fyrir þá sem hafa áhuga:

unit1  unit2  unit3

Inngangur

Í heiminum í dag, og þá mest í Evrópu og Ameríku, er það sem kallast aflaukning eða ECU tuning það vinsælasta sem fólk velur sér þegar það fer að skoða þann möguleika að auka aflið í bílunum sínum. Aflaukning er hugbúnaðarbreyting í vélarstjórnboxi bílsins og gerir fólki kleift að fá meira afl útúr bílnum og betri nýtni á eldsneyti. Þetta er einfaldasta leiðin til þess að fá fleiri hestöfl og tog í bílinn þinn með sem minnstri fyrirhöfn og kostnaði.
Með þessari grein ætla ég að reyna að kynna fyrir íslensku bílaáhugafólki þessa tegund breytinga á bílum og kosti hennar gagnvart íhlutabreytingum eins og til dæmis að skipta um túrbínur, millikæla, pústkerfi, spíssa og fleiri íhluti í vélarbúnaði bílsins sem oftast fylgir mikill kostnaður í bæði efni og vinnu.

Hvað er aflaukning?

Aflaukning er hugtak sem mest er notað hér á landi yfir ECU Programing og ECU tuning, ECU er skammstöfun fyrir electronic control unit eða vélarstjórnbox á íslensku. Hugbúnaðarbreyting á vélarstjórnboxi eða breyting á vélarstjórnboxi lýsir þessu betur, en við notum þessi hugtök mjög lítið.
Aflaukning eða ECU tuning kemur fyrst upp á yfirborðið seint á árinu 1970, þá er verið að tala um þá aðferð að breyta hugbúnaði í upprunalegu vélarstjórnboxi bílsins án þess að bæta við nýjum eða aukaíhlutum. Mikið var um að fólk væri að rugla saman þeirri tækni að breyta hugbúnaði í upprunalegu vélarstjórnboxi með upprunalega EPROM kubb, sem kallast aflaukning eða ECU tuning. Við þá tækni að skipta EPROM kubb vélarstjórnboxins út fyrir nýjan kubb sem var með annan hugbúnað og stillingar en upprunalegi kubburinn, með því bætir kubburinn afl og tog bílsins. Þessi aðferð kallast chip tuning eða kubbabreyting og varð til um 1980-1990, engin hugbúnaðarbreyting átti sér stað í þessu ferli heldur fékk fólk kubb tilbúinn frá framleiðanda og þurfti bara að setja hann í vélarstjórnboxið.
Aflaukningu er hægt að framkvæma á flestöllum bílum, bara mismikið eftir tegundum og árgerðum. Best er að eiga við bíla sem eru með túrbínum og millikæli eða blásara. Bensínknúnir bílar með túrbínu og millikæli eða blásara bjóða uppá allt að 20-30% aukningu á afli bílsins, dísilknúnir bílar með túrbínu og millikæli bjóða uppá allt að 30% aukningu á afli bílsins. Einnig eru bensínknúnir bílar sem ekki eru með túrbínu og millikæli en þeir bjóða uppá töluvert minni aukningu á aflinu eða allt að 10%. Með þessum breytingum gerist það einnig að við eðlilegan akstur sést munur á eldsneytiseyðslu bílsins, talað er um að maður geti sparað allt að 2-4L á 100km miðað við upprunalega stillingu bílsins.
Tökum sem dæmi Volkswagen Golf GTI 2005 sem er bensínknúinn bíl með túrbínu og millikæli. Bíllinn sem er upprunalega 197 herstöfl verður 245 herstöfl eftir að búið er að aflauka hann og er það um 25% aukning á afli bílsins.
Aflaukning í bílinn er mun hentugri kostur en íhlutabreytingar. Íhlutabreytingar eru tímafrekar og mjög kostnaðarsamar og henta alls ekki öllum, bara það að fá nýja túrbínu og millikæli kostar frá 300-500.000 krónur og þá á eftir að setja það í bílinn. Þessi upphæð getur margfaldast ef fleiri hlutir eru keyptir. Eftir það hefur aflið í bílnum aukist um 20-30%. En ef valin er aflaukning þá er aflið í bílnum að aukast um 20-30% fyrir þriðjung af þeirri upphæð. Svo sparnaðurinn er mikill bara með því að velja aflaukningu í stað íhlutabreytinga.
Svo er auðvitað hægt að fara útí íhlutabreytingar og um leið stilla vélarstjórnboxið við þessa nýju hluti, þá er kostnaðurinn orðinn mikill en um leið eykst afl bílsins um 50-60%.

Hvernig fer aflaukning fram?

Tvær leiðir eru notaðar til þess að breyta hugbúnaði í vélarstjórnboxum bíla.
Önnur aðferðin er sú að taka vélarstjórnboxið úr bílnum með tilheyrandi vinnu, opna boxið og taka EPROM kubbinn af prentplötunni, eftir það stingur maður kubbnum í þar til gert tæki sem afritar allar upplýsingar af kubbinum yfir á fartölvu. Í fartölvunni er þar til gerður búnaður sem getur lesið úr þeim upplýsingum sem komu af kubbnum. Þessum upplýsingum er síðan breytt af fagmönnum en þeir sem ekki kunna til verka eiga ekki að fikta við þetta því það getur leitt af sér skemmt vélarstjórnbox eða ónýta vél. Eftir að búið er að breyta hugbúnaðinum þá er það sett aftur á kubbinn og kubburinn settur aftur í vélarstjórnboxið.unit4
Þá er gengið frá öllu á sinn stað og bíllinn er tilbúinn til notkunar. Önnur aðferð er líka í boði og er það sú sem er mest notuð í dag. Hún byggist á þeirri tækni að í stað þess að taka vélarstjórnboxið úr og taka það í sundur til þess að ná í upplýsingarnar af EPROM kubbnum er snúru einfaldlega stungið í OBD2 tengi sem staðsett er í innréttingu bílsins nálægt stýrinu, hinn endi snúrurnar er með USB og tengist í fartölvu sem er með hugbúnaði til að ná í upplýsingarnar af
vélarstjórnboxinu og lesa úr þeim. Eftir að búið er að stilla og breyta upplýsingunum sem fengust frá vélarstjórnboxinu í gegnum OBD2 tengið eru þær settar aftur inná boxið, þegar það er búið er bílinn tilbúinn til notkunar án þess að nokkur hluti hafi verið tekinn í sundur. OBD2 tengi er notað til þess að lesa af öllum stjórnboxum sem eru í bílnum, til dæmis vélarstjórnboxi, hemlavarnar stjórnboxi, loftpúða stjórnboxi og fleira. Ef þar til gerð tölva er til staðar er hægt að lesa allar upplýsingar um bílinn.

Aflaukningar á Íslandi

Þessi tækni er mjög ný fyrir Íslendingum og ekki mikið framboð hér á landi í tengslum við aflaukningar. Unitronic.is sér um að aflauka bíla hér á íslandi og geta þeir þjónustað mjög margar bílategundir.
Aflaukning er mjög góður kostur fyrir þá sem vilja auka aflið í bílunum sínum en vilja svo aftur á móti ekki eyða allt of miklum peningum í það. Einnig er þetta mjög þróuð aðferð við breytingar og bilanatíðnin fer hríðfallandi eftir því sem fyrirtækin eru reyndari í þessum breytingum, flestallir sem láta aflauka bílana sína eru ánægðir og sjá ekki eftir því.

Höfundur: Davíð Sævar